Leita í fréttum mbl.is

Tvö góð já og eitt leiðinda nei

Það er skemmst frá því að segja að hin ódýra og snjalla lausn -- þó ekki allsherjarlausn -- á atvinnuvanda á landsbyggðinni sem ég bloggaði um hér á dögunum, og ber heitið Störf án staðsetningar, var samþykkt sem þingsályktunartillaga á Alþingi um helgina. Flutningsmaður var Össur Skarphéðinsson.

Þetta verður þá semsagt að veruleika. Hér eftir verða auglýst sérstaklega störf á vegum ríkisins, sem hægt er að vinna hvar sem er, og landsbyggðarfólk verður hvatt sérstaklega til að sækja um. Þannig geta allt að 4000 störf farið áreynslulaust út á land á 10 árum, sem er þónokkuð. 

Annar sigur Samfylkingarinnar á lokadegi þingsins fólst í því að baráttumál Ágústar Ólafs var samþykk og sett í lög, um að fyrningarfrestur á kynferðisbrotum gegn börnum skyldi afnuminn. Hér er auðvitað um að ræða mikinn sigur réttlætisins og ástæða til að óska Ágústi til hamingju með að ná þessu í gegn á þolinmæðinni, en fyrsta þingmálið sem Ágúst flutti á Alþingi fyrir fjórum árum laut að einmitt þessu. 

Þetta er fyrirtak. Tvö góð já í þágu lands og þjóðar. 

Mín frjálslyndisbrá hefði lyftst ef þingið hefði líka samþykkt þá þverpólitísku tillögu þingmanna flestra flokka um að leyfa bjór og léttvínssölu í matvöruverslunum. 

En VG stöðvaði það.

Ætli þau hafi ekki farið á Mímisbar á eftir og skálað í bjórlíki...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG - það er bannflokkur.  Hugsum málið aðeins. Nú stefnir í 20-30% fylgi hjá þeim. Hvaða framþróun verður á þessu landi með þá í stjórn. Þeir hefðu aldrei tekið þátt í að leyfa bjór árið 2008 ef það stæði ennþá til! Hvað með nauðsynlegar lausnir í orku-  og umhverfismálum, munu þeir þoka málum áfram og brúa bil beggja eins og sagt er.  Hvað með efnahaginn - já hvað með hann verður það eitthvað vandamál að fá gamaldags A-Evrópskar hagfræðikenningar inní efnahagslífið a la Ögmundur Jónasson. Hvað með velferðarkerfið - hvaða velferð verður það sem ekki hefur sterkt efnahagslíf. Hvað með einkavæðingu á þeim sviðum sem það borgar sig t.d hvað varðar alls konar rekstur og útboð já og þá líka í heilbrigðis- og menntakerfi, þegar það á við og það. Munu VG þoka málum áfram og þróa góðar lausnir - trúir fólk því?  VG er sambland af kreddufullu fólki og pópúlistum eins og Joðinu.  Það skiptir engu hver fer með þeim í stjórn - Sjallar, Samfó, Framsókn eða Mislyndir það gerir slíka stjórn ekki hótinu betri.  Ég vona að lýðræðisöflin nái til fólksisn á endasprettinum en þetta er orðið skuggalgt eins og kannanir eru núna þessa dagna.

kær kveðja

Sveinn     

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Svona verður þetta þegar Samfylkingin verður búin að taka við, vitleysan verður leiðrett. Við förum ekki með neina jarðýtu yfir landið. Við leiðréttum órettlætið, eitt af öðru. Við gerum samfélagið manneskjulegt, þannig að engin þurfi að skammast sín fyrir að fá sín mál leiðrétt.

Tómas Þóroddsson, 19.3.2007 kl. 01:15

3 identicon

Sæll, Guðmundur !

Verð að blanda mér aðeins í umræðuna, vil ekki trúa því; að þú fyllir flokk manna, eins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,, er áfengisbölið ekki nóg fyrir, í landinu ? Má ekki búast við fjölgun dauðsfalla, með auknu framboði þessarra óþverra drykkja ? Hafa Íslendingar fengið eitthvert sérstakt orð; fyrir hófsemi, í meðferð þeirra ? Er þetta ekki enn eitt dæmið, um ágengni og yfirgang kapítalistanna, og ''FRJÁLSA'' MARKAÐSKJAFTÆÐIÐ ?

Það er að minnsta kosti dapurlegt, að Samfylkingin, hver vill láta taka sig alvarlega, í stjórnmálum, skuli aðhyllast skrípamynstur kapítalistanna, í hverju málinu; á fætur öðru, Guðmundur minn. 

Datt í hug, að koma þessu að, Guðmundur.

Með beztu stúku- og þjóðernissinna kveðjum/ Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 01:35

4 identicon

Flott mál Guðmundur og ég er líka alveg sammála Sveini hér að ofan; það veldur mér miklum áhyggjum ef gamli komminn og afturhaldsseggurinn hann Steingrímur "á móti öllu" Joð komi til með að komast í lykilstöðu við stjórn landsins að loknum kosningum.  

Ég tel að Samfylkingin eigi a.m.k. 10% af því fylgi sem kannanir hafa sýnt Vg hafa.   Mér finnst ferskir og frjálslyndir vindar blása í kringum þig og tel að þú getir ef þú einbeitir þér, náð þessu fylgi til baka.    PLEASE!

María J. (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 01:45

5 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Slagorðið "Störf án staðsetningar" er brilljant og skilst vel hér á landsbyggðinni. Auðvitað á að auglýsa öll störf og stefna að því að dreifa opinberum störum sem jafnast um landið. Starfsmannavelta fyrirtækja á landsbyggðinni er minni en í höfuðborginni, og þjálfunarkostnaður starfsmanna verður því lægri. Þetta er réttlætismál sem stundum hefur verið pólitískur vilji fyrir, en því miður stoppað á "kerfistregðu". Nú er mál að linni. Legg til að byrjað verði á því að störf færist á Vestfirði, þeir bera skarðastan hlut frá borði í þessu efni.

Jón Þór Bjarnason, 19.3.2007 kl. 08:34

6 identicon

"Störf án staðsetningar" er eitthvað sem ber að fagna. Vonandi að þetta verði ekki eins og hingað til að það sé ekki hægt að flytja annað en "einföld" störf út úr R101. Merkilegt að það er hægt að vinna flókin og mikil verkefni með aðilum yfir hafið til beggja átta en það virðist vera ómögulegt að gera hið sama yfir Holtavörðuheiðina.

Mbk, Tryggvi R. Jónsson
(sem er hefur sérlegan áhuga á fjarvinnu: http://www.trigger.is/HI/Fjarvinna/ )

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:35

7 identicon

Hér eru oft nokkuð líflegar umræður.  ÉG tók  hins vegar  fljótlega eftir einum sem skrifar  miklar langlokur  og æfinlega bara skæting og óskiljanlegt  bull.  Mér datt í hug að að fara að rökræðavið hann en hef  áttað mig á því að hann/hún  er stikkfrí í vitrænni umræðu.

Þetta er auðvitað "yfirgjammarinn" Dharma.

ÉG held að það sé flest betra  til þess að koma  landsbyggðinni til aðstoðar  en álver.   Samgöngur í þess víðustu merkingu ættu þar að vera í forgrunni  og  það er einmitt það sem Samfylkingin hefur lagt áherslu á

Kristján Elís (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 15:57

8 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Jámm, Dharma er bjáni. Hann er t.d. að halda því fram að Ísland breytist í meðaltal ESB við inngöngu.. þótt að atvinnuleysi hér sé svipað og í Danmörku sem er í ESB, og hér á íslandi erum við með sömu vinnumálalöggjöf og innan ESB vegna EES. Hann talar af yfirgripsmikilli vanþekkingu um öll mál þessi drengur.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.3.2007 kl. 17:20

9 Smámynd: Ibba Sig.

Bjórlíki er gott!

Ibba Sig., 19.3.2007 kl. 18:08

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það mætti alveg gera mikið úr þessum tíðindum - kannski besta fréttin úr pólitíkinni lengi - bráðsnjallt, einfalt og sjálfsagt ....svona afhverju datt okkur þetta ekki í hug fyrir löngu mál.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.3.2007 kl. 22:47

11 identicon

Dharma...  Hehe... don't be daft. Danska krónan er beintengd við Evruna og gengið á henni hreyfist nákvæmlega eins og Evran. Danir eru búnir að afsala sér hagstjórnartækjunum en sitja uppi með allan viðskiptakostnaðinn við það reka gjaldmiðil sem er ónauðsynlegur...

Ef að ríkisfjármálin eru í lagi þá er hægt að díla við hagsveiflur án þess að til atvinnuleysis komi. Það sem við höfum umfram Evrópu er mu sveigjanlegri vinnumarkaður en t.d. Þýskaland og Frakkland og því erum við að mörgu leiti betur í stakk búinn til þess að taka upp annan gjaldmiðil á hinn bóginn virðist það vera lykilatriði að koma Sjálfstæðisflokknum allaveganna úr fjármálaráðuneytinu því hann skortir allan aga í ríkisfjármálum.

IG

IG (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:47

12 identicon

Kæra/Kæri Dharma, sé nú ekki alveg hvernig að stýritæki hagkerfisins hafa verið að virka hér á landi þegar að verðbólga hefur verið um 7-8% og stýrivextir svimandi háir. Þó að flestir viti að lág verðbólga og lágt atvinnuleysi fari ekki saman, en fyrr má nú vera. Veit ekki betur en að erlent vinnuafl hér á landi er í þvílíku hámarki. Atvinnuleysi á Írlandi var 4.3% árið 2006 og þeir eru nú í ESB og myntbandalaginu þannig að þessi rök þín eru nú ekki haldbær. Ef þú ætlar að bera saman prósendutölurnar verður að taka með í reikninginn að hið náttúrulegu atvinnuleysismörk á Íslandi eru með þeim lægstu sem gerist í heiminum. Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur verið um 10% og er það ekki því að kenna að þeir hafa Evru því að það var svona hátt áður en hún kom til. Fleira er nú hægt að tína til en nenni því ekki. 

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:51

13 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þetta er ótrúlegt. Atvinnuleysi fer minnkandi í flestum löndum evrópu um þessar mundir, en samræming á öllum sviðum hefur aukið samkeppnishæfni þessara landa til muna.

Það er hreint út sagt fáránlegt að halda því fram að atvinnuleysi á Íslandi myndi hækka með inngöngu í evrópusambandið, þar sem engin dæmi eru um það hingað til. Eina sem manni dettur í hug er auðvitað að ef við þyrftum að breyta kvótakerfinu heilaga og útlendir aðilar gætu hafið veiðar innan okkar lögsögu, og fiskvinnslan átt sér stað annars staðar? Hinsvegar er auðvitað ekki svo hátt hlutfall þjóðarinnar að vinna í fiskvinnslu, fyrir utan að aðeins brot eða hluti hennar myndi flytjast úr landi??

Hinsvegar er það auðvitað rakið mál að með EES samningnum eins og hann er, þá njótum við sömu réttinda og ESB lönd í flestum efnum, en þurfum ekki að gefa eftir neinar auðlindir -- svo það er spurning til hvers að ganga í ESB? Einu rökin sem ég gæti séð væru í tengslum við upptöku evrunnar, en íslenska krónan og sveiflur hennar eru auðvitað erfiðar fyrir efnahaginn. Ég hef a.m.k. tapað og grætt á sveiflum hennar, og maður er forvitinn um hvort upptaka evrunnar gæti aukið stöðugleika.

Það væri óskandi að umræðan um inngöngu í ESB væri rædd aftur af alvöru, ég held að meirihluti þjóðarinnar hafi einungis óljósar hugmyndir um hvað væri gott eða slæmt við það, og áratuga rifrildi milli málsvara beggja skoðana sem stundum virðist vera trúarlegs eðlis, hefur ekki skýrt málið sérlega vel.

Þetta voru mín tvö euro-cent.

Steinn E. Sigurðarson, 20.3.2007 kl. 02:50

14 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Æj, síðasta athugasemd var víst alveg ótengd efni færslunnar, en já, mér líst vel á þessa tillögu um að færa störf á landsbyggðina í auknum mæli. Nútíma tækni gerir fjarvinnu að mjög umhugsunarverðum kosti.

Einnig stórt bú á leiðinda vinstri græna, sem virðast aldrei geta temprað hugsjónir sínar með almennri skynsemi.

Steinn E. Sigurðarson, 20.3.2007 kl. 02:52

15 identicon

Svona almennt: fyrir nokkrum árum sagði ég við fólk: ef einhver ungur maður hér á landi er mér að skapi, þá er það Guðmundur. Það var meðan þú varst óflokksbundinn maður sem leyfðir þér að hugsa, án þess að spyrja kóng né prest.

Ég veit að þú sérð jafn vel og ég og flestir aðrir hvað gildi pistla þinna er orðið miklu miklu miklu minna nú þegar þeir eru einungis mælska, vissulega skemmtileg, en innhaldið einungis sótt inná lager Samfylkingar. Öll hin ferska hugsun heyrir sögunni til.

Dapur endir á góðum dreng. En samt einhver huggun í því að þú sérð þetta eins vel og hver annar.  Og ert nú eflaust ekkert að rifna af stolti.  

ólöf magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 13:52

16 identicon

 

 "Dapur endir á góðum dreng"  þú talar bara eins og hann sé látinn.   Frekar ósmekklegt af þér.   Er hann semsagt hættur að vera ferskur aðþví hann gekk í samfó, kjánaleg rök.   Er nú nokkuð viss um það að hann Guðmundur er ekkert að spyra neinn kóng né prest um efni þess sem hann skrifar núna, mér finnst hann eflaust bara betri núna en áður. 

Sandra L (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 15:51

17 identicon

Ólöf Magnúsdóttir getur talað fyrir sjálfan sig, henni fanns Guðmundur sjarmerandi og sennilega alltaf sammála honum þegar hann var óflokksbundin. Núna er hann komin í Samfó og að hennar mati hefur hann misst þennan sjarma og er ekki lengur sammála honum í einu og öllu.

Ekki ætla ég að svara fyrir Guðmund, en ég myndi halda að ef Ólöf myndi spyrja hann, þá myndi hann halda því fram að hann hafi ekkert breyst, hann hafi ennþá sömu skoðanir og er ennþá jafn sjarmerandi.

Getur verið Ólöf að þú sjáir ekki skóginn fyrir trjánum??

Eða eru andstæðingar samfylkingarinnar bara komnir það mikið í þrot með það að rökræða á málefnalegum nótum að þeir eru farnir að grípa í fergusoninn og dreifaran??

Hlynur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:35

18 identicon

 

Hlynur og Sandra, það má vel vera að þið sjáið ekki hvað hinn góði drengur Guðmundur hefur hrapað sem pistlahöfundur og þjóðfélagsrýnir, en það hvarflar ekki að mér eitt andartak að Guðmundur sjálfur samsinni mér ekki innst inni, því Guðmundur er ekki kjáni, það sá maður jú fyrir nokkrum árum - þótt hann neyðist nú til þess, frama síns vegna, að neita sér um alla sjálfstæða hugsun og láta sér mælskuna nægja.

Reyndar hefur hvarflað að mér sú von að Guðmundur segi við sig dag einn (líkt og Gunnar forðum!): andskotinn, ég get ekki lagst svona lágt að taka þátt í þessu jarmi um ójöfnuð og annað í þeim dúr; skítt með framann, ég ætla að verða aftur hinn hugsandi Guðmundur Steingrímsson, ég er nógu sterkur til að standa á sama hvort nokkur einasti maður sé sammála mér!

Það væri nú heldur betur upprisa. Upprisa andans.  

ólöf magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:15

19 identicon

Já ok, fyrirgefðu Ólöf.

Að sjálfsögðu erum það við sem sjáum ekki, það erum við sem erum blind. Það er Guðmundur sem hefur selt orðspor sitt og sálu til að vera stjórnmálamaður.

Bull og vitleysa, bull og vitleysa Ólöf, skammastu þín að halda því fram í opið geðið á okkur að Guðmundur sé búinn að selja sína sjálfstæðu hugsun.

Hlynur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:23

20 identicon

 

Enn og aftur Hlynur, ég er hér, fyrirgefðu kallinn minn, að beina orðum til hins eiturskarpa Guðmundar, en ekki til meðal-Jóna sem hafa aldrei annað en yfirborðssýn á hlutina. 

ólöf magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:37

21 identicon

Dreg mig hér með í hlé, það er ekki hægt að rökræða við Ólöfu, ég er meðal-jón, hún er æðri, fegurri, gáfaðri, veraldarvanari, menningarlegri, og betri en ég í einu og öllu, ég biðst afsökunar á að hafa reynt að rökræða við Ólöfu, ég hef svert mannorð hennar með því að taka upp umræðu við hana.

Fyrirgefðu Ólöf, ég skal aldrei rökræða við þig aftur, þinn kæri, ekki svo mikil vinur, Hlynur.

Hlynur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:49

22 identicon

Imba til Steina:

Ó, hve létt er þitt skóhljóð,
ó, hve lengi ég beið þín.
Það er vorhret á glugga,
Sjallavindur sem hvín.
En ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu kominn, 
Steini minn, loks til mín.

Það eru erfiðir tímar, 
of mikið atvinnuþref.
Þarf því ekkert að bjóða,
ekki stærra álver ég hef, 
bara von mína og líf mitt,
hvort sem ég vaki eða sef. 
Atkvæðið sem þú gafst mér,
það er allt og sumt sem ég hef.

En í vor lýkur Sjallavetri
sérhvers hugsandi manns
og þá verður maísól um land allt. 
Það verður maísólin okkar,
okkar sæta hjónabands.
Fagra Ísland mun fæðast

og saman við höldum á fána 
hins rauðgræna Framtíðarlands.

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:49

23 identicon

vá hvað allir koma með langt komment ... það tekur lengri tíma að lesa þau en bloggið þitt guðmundur góði...

til hamingju með já-in ... nei-ið hlýtur að breytast í já fljótlega þetta er svo aldargömul hugmynd að selja bara áfengi í ríkinu

kveðja Kleó

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband